Birria Tacos alla miðvikudaga á Tres Locos! 🌮🔥

Ef þú ert í stuði fyrir bragðsprengju þá mælum við með að þú kíkir á Tres Locos á miðvikudaginn — Birria Tacos eru á Tres Locos, og við bjóðum upp á þau alla miðvikudaga!

Hvað er Birria Tacos?

Birria (borið fram bir-í-a) er hefðbundinn mexíkóskur réttur sem á rætur að rekja til Jalisco-héraðsins. Það er búið til með því að hægelda nautakjöt (nautarif í okkar tilfelli) í bragðmiklu og spicy soði með þurrkuðum chilipipar, jurtum og kryddum. Útkoman er ótrúlega meyrt kjöt og soð sem er svo bragðmikið að það er stundum kallað “gull í vökvaformi”.

Hvað gerir Birria Tacos svona sérstakt?

Birria Tacos eru gerð með því að fylla maístortillur með þessu ljúffenga kjöti, bæta við osti og steikja þar til það verður stökkt. Töfrarnir felast í því að tortillunum er dýft í soðið áður en þær eru steiktar – sem gefur þeim rauðan lit og einstakt bragð. Þær eru bornar fram með skál af soði (consomé) til að dýfa í. Þetta er ostkennt, stökkt, safaríkt og spicy – allt í einum bita.

Af hverju miðvikudagar?

Vegna þess að svona góð taco eiga skilið sinn eigin dag! Alla miðvikudaga verður Tres Locos með í boði Birria Taco, þar sem við bjóðum upp á ekta mexíkósk brögð – gerð með ást og úrvals hráefnum.

Komdu og smakkaðu það sem allir eru að tala um

Hvort sem þú ert þegar Birria-aðdáandi eða að prófa það í fyrsta sinn, þá þarftu að kíkja á Tres Locos. Taktu vinina með og góða matarlyst.

📍 Tres Locos – Hafnarstræti 4, 101 Reykjavík
📆 Alla miðvikudaga
🔥 Birria Tacos meðan byrgðir endast!